Vill útrýma hatursfullri orðræðu: „Nóg komið“

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. mbl.is/Kristinn

Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður segir á Twitter-síðu sinni „nú er nóg komið“ og á þar að öllum líkindum við skotárás sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar fyrir skemmstu.

Hann segir að umræða um stjórnmál á þeim hatursfullu nótum sem tíðkast hefur undanfarið muni enda með ósköpum nema fólk snúi bökum saman og breyti því.

Gísli segir að það sé ógeðslegt að lítill hópur fólks með öfgaskoðanir hafi farið að Degi borgarstjóra með ljótum skömmum og reynt að ýta undir reiði og hatur í hans garð með myndbandi sem sýnir heimili hans.

Þar á Gísli við um myndband hér að neðan sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum, en Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talar undir í myndbandinu.

Meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV í kvöld um fyrrgreinda skotárás er að hún beindist að heimili hans. „Það er auðvitað höggvið ansi nærri manni þegar heimili manns, því þar bý ekki bara ég heldur fjölskylda mín og krakkarnir,“ sagði Dagur við RÚV.

Gildir um fleiri

Gísli segir hatursfulla orðræðu einnig hafa beinst gegn öðrum stjórnmálamönnum og nefnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í því sambandi.

Þá nefnir hann að nokkrir þekktir flokksmenn sjálfstæðisflokksins hafi haldið úti „ógeðis síðu“ um Katrínu Jakobsdóttur í skjóli nafnleyndar. Hann spyr svo að lokum hvort fólk geti ekki sameinast um að útrýma slíku úr opinberri umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant