Nafngreinir Manson sem ofbeldismanninn

Evan Rachel Wood hefur að lokum nafngreint manninn sem beitti …
Evan Rachel Wood hefur að lokum nafngreint manninn sem beitti hana ofbeldi. Larry Busacca

Fimm konur hafa stigið fram og sakað söngvarann Marilyn Manson um að hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi á meðan þær voru í sambandi með honum. Leikkonan Evan Rachel Wood varð fyrst til þess að stíga fram en hún hefur áður greint frá því að hafa verið í ofbeldissambandi þótt hún hafi aldrei nafngreint manninn fyrr en nú. 

Wood var 18 ára þegar hún kynntist Manson en hann er 18 árum eldri en hún. Þau voru saman í rúm þrjú ár en opinberuðu ekki samband sitt fyrr en hún var orðin 20 ára. Þau trúlofuðu sig í janúar 2010 en slitu trúlofuninni í ágúst sama ár Í færslu á Instagram, sem hún birti í morgun, nafngreinir hún Manson og segir hann hafa heilaþvegið sig og beitt sig ofbeldi. 

„Ofbeldismaðurinn heitir Brian Warner, sem heimurinn þekkir betur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood. „Ég var heilaþvegin og hann neyddi mig til að hlýða sér.“

Hún sagðist vera hætt að vera hrædd við hann og vildi opinbera „þennan hættulega mann“ áður en hann eyðilegði líf fleiri. Hún sagðist standa með öllum fórnarlömbum hans sem vildu ekki þegja lengur.

Fjórar aðrar konur, sem aldrei hafa stigið opinberlega fram áður, greindu í kjölfarið frá ofbeldi sem hann beitti þær þegar þær voru í sambandi með honum. 

Konurnar heita Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Lindsay Morgan og Gabriella. Þær segjast allar vera með áfallastreituröskun eftir að hafa verið með honum. Walters segir sögu Wood hræðilega líka sinni eigin sögu. Gabriella segist vera búin að loka á minningarnar.

„Það hefur tekið mig fimm ár að segja frá því að ég var í ofbeldissambandi. Það er búið að greina mig með áfallastreituröskun og ég glími enn við martraðir. Ég er búin að loka á minningarnar en ég man enn tilfinningarnar. Ástæðan fyrir því að ég er að deila þessu er svo að ég geti loksins komist í bata og ég er hætt að vera þögul,“ skrifaði Gabriella. 

Vanity Fair

The Hollywood Reporter

Rolling Stone

Marilyn Manson.
Marilyn Manson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson