Bauð 13 milljónir fyrir fimm daga með íslenskri íþróttakonu

Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og fleiri …
Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og fleiri íslenskra íþróttamanna. Ljósmynd/Aðsend

Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður crossfitstjarnanna Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá því í færslu á Instagram þegar ónafngreindur erlendur karlmaður óskaði eftir því við hann að verða „sykurpabbi“ íþróttakonu á hans vegum í fimm daga. 

Karlmaðurinn sagðist vera vel efnaður, 44 ára gamall og bauðst til þess að greiða sex milljónir króna fyrir eina helgi með íþróttakonunni og þrettán milljónir fyrir fimm daga. Hann myndi greiða ferðakostnað til og frá New York eða Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Snorri segir í færslunni að hann hafi sýnt íþróttakonunni póstinn og hún hafi bara hlegið og sagst alltaf hafa viljað „sykurpabba“ í gríni. Þegar hann fór hins vegar að melta póstinn varð hann fjúkandi reiður. 

„Þegar ég settist niður og hugsaði um þetta meira þá fann ég reiðina krauma innra með mér. Þetta eru ekki fyrstu skilaboðin af þessu eðli sem við höfum fengið, en ég upplifði þetta öðruvísi. Kannski er það af því að þetta er frá karlmanni á svipuðum aldri og ég, en aðallega af því að þetta er frá einhverjum sem er ríkur og heldur að það gefi honum rétt á því að vanvirða alla þá vinnu og fórnir sem þessar stelpur hafa fært til að komast á þann stað þar sem þær eru og búast við því að þær sjái þetta sem „win/win“-dæmi,“ skrifar Snorri. 

Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hversu útbreitt vandamál þetta væri og hvort konur fengju fleiri svona tilboð. „Í ofanálag þá er það vanvirðingin, kvenfyrirlitningin og perraskapurinn sem konur sérstaklega verða fyrir og þurfa að takast á við. Það gerir mig brjálaðan, en það breytist ekki nema við breytum því. Hvað segið þið um það, er ekki kominn tími til þess að við förum að opinbera þessa drullusokka?“ skrifar Snorri. 

Uppfært kl. 11:36: Áður var tekið fram að ónefndi karlmaðurinn hefði óskað eftir samneyti við Söru Sigmundsdóttur. Rétt er hins vegar að Snorri gerði ekki grein fyrir um hvaða íþróttakonu er að ræða.

View this post on Instagram

A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson