Martröð að vinna með Tom Cruise

Tom Cruise er að klára tökur á Mission: Impossible.
Tom Cruise er að klára tökur á Mission: Impossible. AFP

Stórstjarnan Tom Cruise ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að tökur á nýjustu Mission: Impossible-myndinni klárist. Nú eru tökur í Mið-Austurlöndum og er Cruise sagður vera algjör martröð. 

Cruise missti sig rétt fyrir jól þegar hann sá starfsmenn brjóta sóttvarnareglur á tökustað. Hann hótaði meðal annars starfsfólki brottrekstri og fór hljóðbrot af æðisköstum hans á flug.  

„Þetta er er eins og algjör martröð og auðvitað var ekki hægt að koma í veg fyrir margt af þessu,“ sagði heimildarmaður The Sun. Hann sagði að margir væru að missa þolinmæðina og vildu bara fara heim. Eru margir á þeirri skoðun að það væri betra að halda áfram þegar staðan væri orðin betri. Á þetta sérstaklega við fólk sem er ekki hátt sett í framleiðslunni og þar af leiðandi á lægri launum. 

„En Tom er með þráhyggju fyrir því að klára og ekkert mun stöðva hann,“ sagði heimildarmaður. „Hann er svo ákveðinn. Það er áhrifamikið en algjör matröð.“

Fólk hefur líka áhyggjur yfir því að komast ekki heim þar sem erfitt er að fljúga á milli Mið-Austurlanda og Bretlands eins og stendur. Fólk verður þar að auki að fara í sóttkví þegar það kemur heim. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.