Segir ásakanirnar skæling á raunveruleikanum

Marilyn Manson neitar ásökununum.
Marilyn Manson neitar ásökununum. AFP

Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson hefur tjáð sig um ásakanir fimm kvenna sem saka hann um að hafa beitt sig ofbeldi meðan þau voru í sambandi. Hann segir að frásagnir kvennanna séu skelfileg skæling á raunveruleikanum. 

„Líf mitt og list mín hefur augljóslega dregið að sér gagnrýni, en þessar nýlegu ásakanir um mig eru hræðileg skæling á raunveruleikanum,“ sagði Manson í færslu á Instagram. 

„Manneskjurnar sem ég hef verið í nánu sambandi með í gegnum tíðina hafa alltaf veitt samþykki sitt og verið svipað þenkjandi og ég. Það er sannleikurinn, sama hvernig og af hverju aðrir vilja mistúlka hann,“ sagði Manson. 

Í gær sökuðu fimm konur Manson um að hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru í sambandi með honum. Fyrst til að opna sig var leikkonan Evan Rachel Wood sem nafngreindi hann í fyrsta skipti. Wood hafði áður greint frá því að hafa verið í ofbeldissambandi ung en hún hafði aldrei nafngreint Manson. 

Plötuútgefandi Mansons, Loma Vista, hefur sagt upp samningi sínum við hann eftir ásakanir kvennanna. „Í ljósi óhugnanlegra ásakana sem Evan Rachel Wood og fleiri konur hafa gert á hendur Marilyn Manson í dag mun Loma Vista hætta að markaðssetja nýja plötu hans. Þetta tekur gildi í dag. Við höfum einnig ákveðið að vinna ekki með Marilyn Manson að framtíðarverkefnum hans,“ segir í tilkynningu frá Loma Vista til Variety í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler