Eurovision með óhefðbundnu sniði í ár

Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir …
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovision-söngvakeppnin mun ekki fara fram með hefðbundnu sniði. Í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og hollensku sjónvarpsstöðvunum NPO og Avrotros kemur fram að búið sé að ákveða að sviðsmynd A verði ekki notuð. 

Sviðsmynd A fól í sér að halda keppnina nákvæmlega eins og venjulega með áhorfendum. Skipuleggjendur keppninnar eru hins vegar tilbúnir með þrjár sviðsmyndir í viðbót, B, C og D. 

Eurovison-söngvakeppnin fer fram í Rotterdam dagana 18., 20. og 22. maí næstkomandi. Daði Freyr og Gagnamagnið munu keppa á seinna undankvöldinu 20. maí. 

Sietse Bakker, framleiðandi keppninnar, segir að nú sé stefnan sett á sviðsmynd B sem felur í sér meðalstrangar sóttvarnareglur, 1,5 metra reglu og að allir keppendurnir komi fram í Rotterdam. Hvort áhorfendur verða leyfðir innan einhverra takmarkana á eftir að ákveða.

Í sviðsmynd B er einnig gert ráð fyrir 500 blaðamönnum á staðnum og ýmsum litlum viðburðum, annaðhvort á netinu eða í Rotterdam. Þá þurfa allir á staðnum að fara í Covid-próf reglulega. 

Martin Österdahl, einn af stjórnendum keppninnar, segir að stjórnendur muni ekki drífa sig að taka ákvörðun um hvernig keppnin verði haldin því að alltaf þurfi að gera ráð fyrir heimsfaraldrinum. Einnig þarf að passa að skapa öruggt umhverfi fyrir alla hlutaðeigendur.

Í sviðsmynd C er gert ráð fyrir að engir keppendur komi til Rotterdam þó að kynnar hátíðarinnar og skemmtiatriðin verði send út þaðan. Allir keppendur munu koma fram í beinni útsendingu frá heimalandi sínu. Sóttvarnareglur verða strangar, reglulegar prófanir og færri viðburðir í Rotterdam í tengslum við keppnina. 

Sviðsmynd D felur í sér að allir verði heima hjá sér, ekkert umstang í Rotterdam og öll keppnin fari fram á netinu.

EBU

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant