Biður Britney og Janet afsökunar

Justin Timberlake.
Justin Timberlake. AFP

Poppstjarnan Justin Timberlake hefur beðist afsökunar á framkomu sinni við Britney Spears og Janet Jackson á fyrsta áratug þessarar aldar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum undanfarna viku fyrir framkomu sína í garð Janet og Britney.

Timberlake og Spears opinberuðu samband sitt árið 2000 og var mikið fjallað um sambandsslit þeirra nokkrum árum síðar. Er meðal annars talið að lagið Cry Me A River fjalli um Spears. Er Timberlake sagður hafa stýrt frásögninni um sambandsslit þeirra. 

Tmberlake bað Jackson afsökunar vegna Ofurskálarinnar árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Afleiðingarnar fyrir Jackson urðu margfalt verri en fyrir Timberlake, en lög hennar voru tekin úr spilun á fjölmörgum útvarpsstöðum auk þess sem hún var látin segja af sér kvikmyndarhlutverki. 

Britney Spears og Justin Timberlake voru par á tímabili.
Britney Spears og Justin Timberlake voru par á tímabili. mbl.is

„Ég hef séð skilaboðin, ummælin og áhyggjurnar og ég vil bregðast við þeim. Mér þykir innilega fyrir þeim tímapunktum á ævi minni þar sem gjörðir mínar voru hluti af vandamálinu,“ sagði Timberlake í langri færslu á Instagram.

Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir að Timberlake reif …
Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir að Timberlake reif af brjóstahaldara hennar. AP

Á föstu­dag fyr­ir viku kom út heim­ilda­mynd um lögráðamanns­mál Brit­ney Spe­ars. Heim­ilda­mynd­in hef­ur vakið mikla at­hygli og end­ur­vakið hreyf­ing­una #FreeBrit­ney sem berst fyr­ir því að Brit­ney verði sjálfráða á ný. Þá þykir myndin einnig varpa ljósi á það hvernig fjölmiðlar komu fram við Britney á hennar yngri árum, sérstaklega í kjölfar sambandsslita hennar og Timberlake sem voru áður par.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson