Harrison stígur til hliðar

Chris Harrison þáttastjórnandi Bachelor til vinstri.
Chris Harrison þáttastjórnandi Bachelor til vinstri. AFP

Chris Harrison, stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor og Bachelorette, hefur ákveðið að stíga til hliðar tímabundið. Kemur þetta í kjölfar harðrar gagnrýni á þáttastjórnandann, sem varið hafði einn keppanda þáttanna, Rachael Kirkconnell, en hún hafði verið sökuð um kynþáttafordóma. 

Nánar er hægt að lesa um málið í fréttinni hér að ofan. Harrison hefur nú þegar beðist afsökunar en það gerði hann á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Ekki var þá talið líklegt að hann myndi stíga til hliðar eins og raunin varð. 

Hann hafði sömuleiðis komið fram og sagt málið vera blásið upp. Þá væri ósanngjarnt að gagnrýna umræddan keppanda fyrir eitthvað sem gerst hefði fyrir mörgum árum. Óljóst er hversu lengi Harrison verður frá, en hann hefur verið stjórnandi þáttanna vinsælu um langt skeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson