Segir föður Britney hafa hótað sér

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Alli Simms, frænka Britney Spears og fyrrverandi aðstoðarkona hennar, segir að hún hafi ekki talað við tónlistarkonuna í yfir áratug. Ástæðan sé sú að faðir Britney, Jamie Spears, hafi hótað að drepa hana ef hún hætti ekki öllum samskiptum við dóttur hans. 

Simms vann sem aðstoðarkona Britney árið 2007. Í viðtali við NBC News sagði hún að Jamie hefði hótað sér og því hefði hún hætt öllum samskiptum við hana. Hún segist hafa tekið hótanir Jamies alvarlega og verið hrædd. 

Jamie hefur verið lögráðamaður dóttur sinnar í tæp 13 ár og stjórnað fjármálum hennar sem og einkalífi. Britney hefur ítrekað reynt að komast undan honum en ekki haft erindi sem erfiði. Nú í febrúar var heimildamynd um Britney og lögráðamannsmál hennar frumsýnd og hefur málið verið ofarlega á baugi í stjörnuheiminum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið hættulegt að ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauð/ur að þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið hættulegt að ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauð/ur að þeim.