Ástarþríhyrningur Anderson tekur breytingum

Gillian Anderson.
Gillian Anderson. AFP

Leikkonan Gillian Anderson er sögð byrjuð aftur með handritshöfundinum Peter Morgan. Anderson og Morgan hættu saman rétt fyrir áramót og var Morgan stuttu seinna byrjaður með nýrri konu sem heitir Jemima Goldsmith.  

Morgan er einna þekktastur fyrir að vera höfundur Netflix-þáttanna The Crown. Ástarþríhyrningur Morgans er ekki síður spennandi en ástarþríhyrningur Karls Bretaprins, Díönu prinsessu og Camillu Parker-Bowles. Anderson var í janúar sögð hissa á hversu hratt samband Morgans og Goldsmith þróaðist.  

Stuttu ástarsambandi Morgans og Goldsmith, sem er sjónvarpsframleiðandi, lauk nýlega að því er fram kemur á vef Daily Mail. Goldsmith er sögð í áfalli. Morgan á hins vegar að vera farinn aftur til sinnar fyrrverandi. Morgan er sagður hafa farið til Anderson til Prag þar sem leikkonan er í tökum í tvo mánuði.

Að sögn vina Goldsmith var það Morgan sem reyndi fyrst við hana en ekki öfugt. „Hann sagði að þau yrðu frábær saman en er nú farin aftur til Gillian,“ sagði vinur. „Þetta gerðist í síðustu viku. Hún er miður sín. Fólk skilur ekkert í hegðun hans. Hann virðist vera í ójafnvægi.“

Gillian Anderson sem forsætisráðherrann Margaret Thatcher í The Crown. Peter …
Gillian Anderson sem forsætisráðherrann Margaret Thatcher í The Crown. Peter Morgan er höfundur þáttanna.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.