Edda fékk fólk til að birta kynþokkafullar myndir

Edda Falak birti mynd af sér á Instagram sem var …
Edda Falak birti mynd af sér á Instagram sem var gagnrýnd en Edda sneri vörn í sókn. Skjáskot/Instagram

Cross­fit­stjarn­an og áhrifa­vald­ur­inn Edda Falak var á dögunum gagnrýnd fyrir að birta kynþokkafulla mynd af sér á Instagram. Edda lét gagnrýnisraddir heyra það og hefur komið bylgju af stað þar sem fólk af öllum kynjum birtir af sér kynþokkafullar myndir. 

Speglasjálfan sem fór fyrir brjóstið á einum netverja sýnir Eddu á nærfötunum uppi í rúmi. Spurði netverjinn ónefndi hvort Edda ætti ekki kærasta eða foreldra. „Það er fullt af fólki að fylgjast með þér og þú tekur enga ábyrgð sem opinber persóna,“ var meðal annars skrifað í skilaboð til Eddu. 

„Vávává! Ég er í áfalli hér. Ég pósta mínum myndum hvort sem ég á kærasta eða ekki – þú þarft ekki leyfi frá neinum til þess að pósta fallegri mynd af þér. Ég færi aldrei í samband með neinum sem myndi ekki styðja mig í einu og öllu. Ef þú ert í sambandi með einhverjum sem segir þér að myndin sem þú póstaðir sé „of mikið“ þá mæli ég með að senda viðkomandi á dale carnegie eða finna þér einhvern annan sem gerir ekki lítið úr þér,“ skrifaði Edda. Það fór einnig fyrir brjóstið á henni að fjölskylda hennar var dregin inn í umræðuna þar sem hún á ekki tvo foreldra. 

„Ég hvet alla sem eru hjá mér í þjálfun og þá sem ég þekki til að taka „naked“ selfie í stöðu þar sem þú upplifir þig SEXÍ! Ég fæ reglulega send til mín skilaboð frá stelpum sem segja: „Langar svo að pósta þessari mynd en mér finnst hún sýna svo mikið.“

Fjöldi fólks tók Eddu á orðinu og eru engin lát á myndbirtingum. Myndirnar eiga það sameiginlegt að sýna fáklætt fólk sem er ánægt með sjálft sig. Hægt er að skoða endurbirtingu á myndunum í sögu Eddu á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Edda fékk fólk til þess að birta kynþokkafullar myndir af …
Edda fékk fólk til þess að birta kynþokkafullar myndir af sér á Instagram. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.