Ekkja Kings vill fá sinn skerf

Larry King og Shawn Southwick King.
Larry King og Shawn Southwick King. AFP

Shawn Southwick King, ekkja sjónvarpsmannsins Larrys Kings, vill fá að erfa Larry King. King hafði sótti um skilnað við hana árið 2019 og breytti erfðaskrá sinni í kjölfarið. Í henni stóð að eignum hans ætti að skipta jafnt á milli barna hans. King lést 23. janúar síðastliðinn.

Southwick King stefnir nú á að fara fyrir dómara með málið þar sem hún telur að einhver hafi haft áhrif á ákvörðun Kings um að taka hana út af erfðaskránni. „Við vorum með vatnshelda erfðaskrá,“ sagði Southwick King og bætti við að þau hefðu gert hana saman árið 2015. Hún telur þá erfðaskrá vera hina löglegu erfðaskrá, ekki hina leynilegu. 

Í leynilegu erfðaskránni sem King skrifaði í kjölfar þess að hann sótti um skilnað kom fram að börnin hans fimm, Andy, Chiara, Larry yngri, Cannon og Chance, ættu að erfa hann. Andy og Chiara létust bæði á síðasta ári. 

King-hjónin náðu ekki að skilja fyrir andlát hans, en voru þó skilin að borði og sæng. King sagði í viðtali við Page Six á síðasta ári að þau væru enn góðir vinir og töluðu saman daglega. Hann sagði henni aldrei frá leynilegu erfðaskránni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.