Paris Hilton trúlofuð og fertug

Paris Hilton er trúlofuð.
Paris Hilton er trúlofuð. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton er trúlofuð kærasta sínum til eins árs, áhættufjárfestinum Carter Reum. Reum fór á skeljarnar á laugardaginn og sagði Hilton að sjálfsögðu já. Parið var statt á einkaeyju í tilefni afmælis Hilton en hún fagnar fertugsafmæli í dag, 17. febrúar. 

Hilton og Reum tilkynntu trúlofunina á vef Vogue og í kjölfarið birtust myndir úr myndatöku sem parið fór í eftir trúlofunina á Instagram. Trúlofunarhringurinn er sérstaklega hannaður af Jean Cousset, langafabarni Louis Cartiers.

„Ég er spennt fyrir næsta kafla og að eiga svona stuðningsríkan maka,“ sagði Hilton. „Samband okkar er jafningjasamband. Við gerum hvort annað að betri manneskjum. Hann var algjörlega biðarinnar virði.“

Reum talar einnig fallega um Hilton í tilkynningunni. Hann segir að hún hafi sýnt sitt rétta eðli frá fyrsta stefnumóti þeirra. Hann segir Hilton ljúfa, klára, með mikinn drifkraft, frumlega og ótrúlega konu. „Og ég get ekki beðið eftir að hún verði lífsförunautur minn,“ sagði Reum. 

Hilton hefur verið ófeimin við að tjá sig ástina að undanförnu. Hún greindi nýlega frá því að hún væri byrjuð í tæknifrjóvgun með unnustanum. 

Hilton hefur verið trúlofuð nokkrum sinnum áður en aldrei gengið í hjónaband. Hún var trúlofuð Jason Shaw frá árinu 2002 til 2003; Paris Latsis árið 2005 og trúlofaðist Chris Zylka árið 2018.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.