Skráður sem 6,2 cm á hæð og boðaður í bólusetningu

Þegar bólusetja á nær alla heimsbyggðina er ekki nema von …
Þegar bólusetja á nær alla heimsbyggðina er ekki nema von að mistök verði endrum og eins. AFP

Liam Thorpe, manni frá Liverpool-borg, var brugðið þegar hann fékk sms-skilaboð frá breskum heilbrigðisyfirvöldum (NHS) þar sem honum var boðin bólusetning við kórónuveirunni. Liam var að vonum undrandi enda ungur maður með engin undirliggjandi heilsufarsvandamál.

Liam skrifar sjálfur um þetta á fréttasíðuna Liverpool-Echo þar sem hann segist heilsuhraustur þrátt fyrir nokkur aukakíló. Hann trúði því helst að þyngd hans hafi gert að verkum að bresk heilbrigðisyfirvöld hafi talið Liam glíma við undirliggjandi vandmál.

Hann hafði því samband við heimilislækni sinn sem tjáði honum, nokkuð vandræðalegur, um að mistök hafi verið gerð við heilsufarsskráningu Liams. Liam hafði sjálfur skráð hæð sína sem 6,2 cm í stað 6 feta og tveggja tomma. Þyngd Liams var þó rétt skráð og samtals var BMI-stuðull hans um 28.000, en einstaklingur með BMI-stuðul yfir 30 er talinn vera offeitur.

Liam skrifaði einnig um reynslu sína á Twitter og hefur færsla hans farið eins og eldur um sinu um netheima.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant