Leitaði huggunar hjá nýrri konu

Jason Sudeikis.
Jason Sudeikis. AFP

Leikarinn Ja­son Su­deikis er sagður vera að hitta bresku fyrirsætuna og leikkonuna Keeley Hazell. Sudeikis leitaði huggunar hjá Hazell eftir að fréttir af sambandi barnsmóður hans Oliviu Wilde og Harrys Styles fylltu síður erlendra slúðurmiðla. Sudeikis og Wilde greindu frá skilnaði sínum í nóvember. 

Sudeikis og Hazall hafa farið á nokkur stefnumót. Heimildarmaður The Sun sagði leikarann hafa verið skotinn í Hazall síðan hún starfaði sem glamúrfyrirsæta. Þau kynntust þegar þau léku saman í Horrible Bosses 2 árið 2014. 

„Þegar Jason frétti af sambandi konu sinnar og Harrys var Keeley ein af þeim fystu sem hann leitaði til. Á þeim tíma var hann skiljanlega miður sín en hún hefur verið frábær og mjög stuðningsrík,“ sagði heimildarmaðurinn en bætti við að sambandið væri glænýtt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.