Segist ekki vera alkóhólisti

Jennifer Aydin er í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of New Jersey.
Jennifer Aydin er í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of New Jersey. Skjáskot/Instagram

Real Housewives of New Jersey-stjarnan Jennifer Aydin segist ekki vera alkóhólisti. Samstarfskonur Aydin í þáttunum vöktu athygli á því að hún hefði drukkið mun meira í nýjustu röðinni af þáttunum. 

Í viðtali við Us Weekly segir Aydin að hún stríði ekki við drykkjuvandamál og að hún hafi ekki verið að drekka meira en vanalega. „Þið verðið að skilja að ég drekk þegar ég er í félagsskap. Ég hafði ekki verið í félagsskap í marga mánuði, ég var með ekkert áfengisþol fyrir og núna er það í mínus,“ sagði Aydin. 

Hún sagðist eiga erfitt með að átta sig á hvar hennar mörk lægju varðandi drykkjuna vegna þess að hún hefur ekki hitt fólk í heimsfaraldrinum. 

Í stiklu fyrir 11. þáttaröðina má sjá brot úr þáttunum þar sem Aydin virðist vera mjög drukkin í partíi. „Ég var ekki búin að fara út á lífið í langan tíma. Ég var mjög stressuð um allt sem var í gangi. Ég var í partíi og ætlaði að verða full. Ég er ekki alkóhólisti, ég elska bara að skemmta mér,“ sagði Aydin um myndbrotið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.