Besta Áramótaskaupið í áratug

Atriði úr vel heppnuðu Áramótaskaupinu.
Atriði úr vel heppnuðu Áramótaskaupinu.

Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85% þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið gott. Töldu 64% svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21% sögðu það frekar gott, 9% bæði og, 3% frekar slakt og 3% mjög slakt.

Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 18. janúar 2021 og var heildarfjöldi svarenda 951 einstaklingur, 18 ára og eldri.

Skaupið féll sérlega vel í kramið hjá kvenkynssvarendum en 89% kvenna kváðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, samanborið við 81% karla.

Ánægja mældist meiri meðal svarenda 30 ára og eldri (87% 30-49 ára; 86% 50 ára og eldri) heldur en meðal þeirra undir þrítugu (79%).

Mest mældist ánægja meðal stuðningsfólks Vinstri grænna en 94% þeirra kváðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, sem og 88% stuðningsfólks Samfylkingarinnar og 87% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta skiptið sem yfirgnæfandi gleði ríkir í kjölfar Áramótaskaupsins en mikil ánægja mældist einnig árin 2013 (81% ánægðir) og 2017 (76% ánægðir). Þó hefur Skaupið ekki verið með öllu óbrigðult eins og sést á mælingum árana 2012 og 2014 þegar 33% og 35% landsmanna fannst Skaupið gott.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.