Dóttir Obama komin með vinnu

Malia Obama, sem stendur á milli foreldra sinna, er komin …
Malia Obama, sem stendur á milli foreldra sinna, er komin með vinnu sem sjónvarpsþáttahöfundur hjá Amazon. skjáskot/Instagram

Eldri dóttir Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Michelle Obama, Malia Obama, er komin með samning við Amazon. Leikarinn og leikstjórinn Donald Glover réð hana í verkefni sem hann er að vinna fyrir viðskiptarisann. 

Glover gerði nýverið samning við Amazon en hann var áður með samning við framleiðslufyrirtækið FX. 

Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter hefur Malia verið ráðin í höfundateymi þáttanna Hive, sem koma úr smiðju höfundar þáttanna Watchmen, Janine Nabers.

Donald Glover.
Donald Glover. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.