Harry og Meghan stíga endanlega til hliðar

Harry og Meghan yfirgefa brúðkaup sitt árið 2018.
Harry og Meghan yfirgefa brúðkaup sitt árið 2018. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu ekki snúa aftur sem starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll.

Elísabet Bretlandsdrottning staðfestir að hjónin munu ekki „halda áfram að sinna þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem fylgir lífi í þjónustu hins opinbera“. 

BBC greinir frá því að hjónin muni skila inn heiðurstitlum sínum og þeim fríðindum sem fylgt af stöðu þeirra innan konungsfjölskyldunnar síðasta árið. 

Hjónin tilkynntu í janúar á síðasta ári að þau hugðust stíga til hliðar í bresku konungsfjölskyldunni og að fyrirkomulagið yrði endurskoðað eftir tólf mánaða tímabil. Staðfesting á ákvörðun þeirra um að stíga alfarið til hliðar fylgir í kjölfar samræðna Harry við fjölskyldu sína. 

„Drottningin hefur staðfest að það að stíga til hliðar frá starfi konungsfjölskyldunnar gerir það ómögulegt að halda áfram að sinna þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem fylgir lífi í þjónustu hins opinbera,“ segir í yfirlýsingunni frá Buckingham höll. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson