Lærir aftur að ganga eftir lærbrot

Leikkonan Brooke Shields lærbrotnaði nýlega.
Leikkonan Brooke Shields lærbrotnaði nýlega. AFP

Bandaríska leikkonan Brooke Shields er á batavegi eftir að hún lærbrotnaði. Shields birti myndband af sér á Instagram þar sem hún staulast áfram á hækjum. 

Shields greindi ekki frá því hvernig hún braut á sér lærið. 

Í myndbandinu lýsir hún því hvernig hún má bara setja fimmtung af líkamsþyngd sinni á fótlegginn þegar hún gengur. „Markmiðið er að beygja hnéð aðeins í hvert skipti, svo þú sért ekki að draga það eða að snúa upp á mjöðmina,“ sagði Shields í myndbandinu.

„Braut lærlegginn. Er á batavegi. Sama hver áskorunin er, gerðu hana að jákvæðu vali, fyrir þig sjálfa, haltu áfram,“ skrifaði Shields. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óvenju hætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Allt sem þér leiðist drepur niður frumkvæði þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óvenju hætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Allt sem þér leiðist drepur niður frumkvæði þitt.