Prinsinn með sýkingu og dvelur enn á spítala

Filippus prins hlakkar til að útskrifast af spítalanum, en þar …
Filippus prins hlakkar til að útskrifast af spítalanum, en þar mun hann dveljast í nokkra daga í viðbót. AFP

Filippus hertogi af Edinborg liggur enn inni á spítala. Höllin gaf út þær fréttir í dag að hann væri með sýkingu sem væri verið að meðhöndla og því myndi hann liggja inni í nokkra daga í viðbót. 

Filippus var lagður inn á King Edwards VII spítalann í London á þriðjudaginn í síðustu viku vegna slappleika. Samkvæmt höllinni líður honum vel og bregst hann vel við meðferðinni.

Játvarður prins sagði í viðtali við Sky News í dag að faðir hans hlakkaði til að útskrifast af spítalanum og að honum liði mun betur. 

Barnabarn prinsins, Vilhjálmur Bretaprins, var sömuleiðis spurður út í heilsufar hans í opinberri heimsókn í gær og sagði hann heilsu hans vera í lagi. 

Bæði Filippus og eiginkona hans Elísabet Englandsdrottning fengu fyrsta skammt af bóluefni við kórónuveirunni í síðasta mánuði. Prinsinn er 99 ára gamall en fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. júní næstkomandi. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.