Prinsinn með sýkingu og dvelur enn á spítala

Filippus prins hlakkar til að útskrifast af spítalanum, en þar …
Filippus prins hlakkar til að útskrifast af spítalanum, en þar mun hann dveljast í nokkra daga í viðbót. AFP

Filippus hertogi af Edinborg liggur enn inni á spítala. Höllin gaf út þær fréttir í dag að hann væri með sýkingu sem væri verið að meðhöndla og því myndi hann liggja inni í nokkra daga í viðbót. 

Filippus var lagður inn á King Edwards VII spítalann í London á þriðjudaginn í síðustu viku vegna slappleika. Samkvæmt höllinni líður honum vel og bregst hann vel við meðferðinni.

Játvarður prins sagði í viðtali við Sky News í dag að faðir hans hlakkaði til að útskrifast af spítalanum og að honum liði mun betur. 

Barnabarn prinsins, Vilhjálmur Bretaprins, var sömuleiðis spurður út í heilsufar hans í opinberri heimsókn í gær og sagði hann heilsu hans vera í lagi. 

Bæði Filippus og eiginkona hans Elísabet Englandsdrottning fengu fyrsta skammt af bóluefni við kórónuveirunni í síðasta mánuði. Prinsinn er 99 ára gamall en fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. júní næstkomandi. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson