Alexander Wang sakaður um kynferðisofbeldi

Fatahönnuðurinn Alexander Wang.
Fatahönnuðurinn Alexander Wang. AFP

Bandaríski tískuhönnuðurinn Alexander Wang hefur verið sakaður um að beita ungan karl kynferðisofbeldi. Ungi maðurinn, Keaton Bullen, er nemandi í New York Parsons School of Design en hann hefur sakað hann um að beita sig kynferðisofbeldi á bar í new York árið 2019. 

Lögfræðingurinn Lisa Bloom fer auk þess fyrir málsókn 11 karlmanna sem hafa sakað Wang um að hafa beitt þá kynferðisofbeldi. 

Wang hefur neitað öllum ásökunum. 

Bullen var tvítugur þegar atvikið átti sér stað á Fishbowl-skemmtistaðnum í New York. Hann hitti Wang þegar klukkan var hálftólf þann 24. ágúst 2019. Hann segir að fyrst hafi þeir spjallað saman um skólann sem Bullen var í og Wang gekk í. 

Wang bauð honum svo að setjast með honum og vinum hans á flöskuborði. Hann bauð honum drykk og leiddi hann síðar á dansgólfið að sögn Bullen. Undir morgun braut Wang svo á honum að sögn Bullen. 

„Allt í einu renndi hann niður rennilásnum á buxunum mínum og greip í kynfæri mín fyrir framan fullt af fólki. Ég fraus algjörlega,“ sagði Bullen. „Síðan sagðist hann vilja taka mig heim með sér. Mér leið mjög undarlega og kom mér úr þessum aðstæðum eins fljótt og ég gat,“ sagði Bullen.

Paul Tweed, einn af lögfræðingum Wang hefur greint frá því að hann hafi horft á upptökur úr öryggismyndavélum veitingastaðarins umrædda nótt og segir að þeir telji að upptökurnar afsanni frásögn Bullen. 

Sem fyrr segir er Bullen ekki sá fyrsti sem stígur fram og sakar Wang um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Í desember á síðasta ári steig breska fyrirsætan Owen Mooney fram og sagði Wang hafa brotið á henni á skemmtistað í New York í janúar 2017. Mooney er einn af hinum ellefu í málsókn Bloom. 

Bloom segir í viðtali við BBC að hún hafi ekki enn höfðað málið, en flest atvikin séu tengd LGBT+ skemmtistöðum. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.