Springsteen og Obama í eina sæng

Bruce Springsteen ásamt Barack Obama
Bruce Springsteen ásamt Barack Obama Reuters

Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen og Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafa sameinað krafta sína í hlaðvarpsþáttum fyrir streymisveituna Spotify. Í þáttunum, sem bera nafnið Renegades: Born in the USA, skiptast þeir á sögum af uppvexti sínum í Bandaríkjunum. 

Fyrstu tveir þættirnir eru nú þegar komnir inn á Spotify en þeir voru teknir upp í heimastúdíói Springsteen í New Jersey. 

Spotify hefur undanfarin þrjú ár herjað á hlaðvarpsmarkaðinn en Obama og eiginkona hans Michelle Obama gerðu samning við fyrirtækið árið 2019. 

„Hann er rokkstjarna. Ég er lögfræðingur og stjórnmálamaður. Alls ekki jafn svalur. Og eins ég þreytist ekki á að segja Bruce við hvert tækifæri sem ég fæ, þá er hann meira en áratug eldri en ég,“ segir Obama í fyrsta þætti hlaðvarpsins. 

Springsteen og Obama hafa þekkst um nokkurt skeið en þeir kynntust fyrst í kosningabaráttu Obama árið 2007. Vinátta þeirra hefur svo blómstrað eftir að Obama kvaddi Hvíta húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant