Springsteen sektaður um 63 þúsund krónur

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. AFP

Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen játaði að hafa hafa drukkið í þjóðgarði í New Jersey í nóvember á síðasta ári, en bannað er að drekka í garðinum. Honum var gert að greiða 500 bandaríkjadali í sekt eða um 63 þúsund krónur. 

Springsteen var fyrst ákærður í þremur ákæruliðum, fyrir að drekka í garðinum, keyra undir áhrifum og fyrir óvarkáran akstur. Upphaflega neitaði hann öllum þremur ákæruliðum. 

Mál hans var tekið fyrir hjá dómara í gegn um fjarfundabúnað í gær, miðvikudag. Þá voru ákærurnar um ölvunarakstur og óvarkáran akstur látnar niður falla vegna þess að ákæruvaldið taldi sig ekki hafa nægilegar sannanir gegn Springsteen. Hann játað þá að hafa drukkið í garðinum. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.