Segir aðdáendur Britney á villigötum

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Aðdáendur tónlistarkonunnar Britney Spears sem telja að faðir hennar, Jamie Spears, eigi ekki að vera lögráðamaður hennar hafa rangt fyrir sér að sögn Vivian Thoreen, lögmanns Jamies. 

Thoreen sagði í löngu viðtali við ABC News að Jamie væri ljúfur og góður faðir sem elskaði dóttur sína og hefði passað upp á að aðrir notuðu hana ekki í annarlegum tilgangi. 

Mikið hefur verið fjallað um mál Britney undanfarnar vikur eftir að heimildamynd um #FreeBritney-hreyfingina kom út á dögunum. Aðdáendur hennar hafa kallað eftir því að Britney fái aftur stjórn á sínu eigin lífi. 

Jamie var skipaður lögráðamaður hennar árið 2008 eftir að hún veiktist andlega. 

„Ég skil að það þurfi óþokka í hverja sögu, en fólk er á villigötum hér,“ sagði Thoreen í viðtalinu. Hún sagði að ónefndir aðilar hefðu valdið henni skaða og nýtt sér neyð hennar áður en faðir hennar hefði „bjargað“ henni úr „lífshættulegum aðstæðum“.

Thoreen sagði að eignum Britney hefði ekki verið stýrt með ábyrgum hætti áður en Jamie tók málin í sínar hendur en hann hefði gert það í samráði við hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson