Tyson brjálaður yfir heimildaþáttum um líf hans

Mike Tyson er ekki sáttur við að Hulu hyggist framleiða …
Mike Tyson er ekki sáttur við að Hulu hyggist framleiða þætti um líf hans. Reuters

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson er ekki par sáttur við streymisveituna Hulu um þessar mundir. Hulu tilkynnti á dögunum að sería um líf Tysons væri væntanleg en Tyson segir að hann hafi ekki veitt samþykki við gerð þáttanna. 

Tyson kallar eftir því að fólk sniðgangi streymisveituna Hulu út af þessu. Hann segir græðgi hafa ráðið för hjá Hulu og að aðrir heimildaþættir um hann séu í vinnslu með hans samþykki. 

„Þessi tilkynning Hulu um að gera taktlausa þætti um líf Tysons, á þessum miklu klofningstímum í samfélagi okkar, er skólabókardæmi um græðgi fyrirtækja. Að tilkynna þetta í mánuði tileinkuðum sögu svartra staðfestir bara að Hulu er meira annt um að græða peninga en um virðingu fyrir sögu réttindabaráttu svarta. Hollywood þarf að taka meira tillit til upplifunar svartra, sérstaklega eftir allt það sem gerðist árið 2020,“ segir Tyson 

Hulu hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla vestanhafs.

View this post on Instagram

A post shared by Mike Tyson (@miketyson)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler