A Song Called Hate slær í gegn á Ítalíu

Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri A Song Called Hate.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri A Song Called Hate. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimildamyndin A Song Called Hate var í gær valin besta heimildarmyndin í fullri lengd á ítölsku kvikmyndahátíðinni See You Sound. Leikstjóri myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir en myndin fjallar um Hatara og þátttöku þeirra í Eurovision fyrir Íslands hönd. 

Það var kvikmyndagerðarmaðurinn Stephen Kijak sem veitti dómnefndinni forystu. Við verðlaunaafhendinguna sagði hann: „Heimildarmyndin heldur áhorfandanum föngnum allan tíman bæði á vitrænan og pólitískan hátt með því að sýna hvernig listamenn velta fyrir sér flóknum spurningum um eitt erfiðasta deilumál okkar tíma.

Hún hvetur til samkenndar og og sýnir áhorfandanum inn í kjarna átakana með mjög mannlegum hætti þar sem tónlistin spilar líka stórt hlutverk. Tökur og klipping myndarinnar er mjög fagmannleg í alla staði og augnablikin í henni eiga eftir að lifa miklu lengur en úrslitakvöld á Eurovision.“

A Song Called Hate var frumsýnd í Háskólabíói í síðustu viku en hún er nú í almennum sýningum í viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler