Filippus prins færður á milli spítala

Filippus Bretaprins er búinn að liggja inni í 13 daga.
Filippus Bretaprins er búinn að liggja inni í 13 daga. AFP

Filippus hertogi af Edinborg var í morgun færður milli spítala til frekari rannsókna á hjarta. Filippus hefur dvalið á King Edward VII-spítalanum í London í 13 daga vegna sýkingar. 

Í tilkynningu frá höllinni kemur fram að hertoganum líði vel en að hann muni liggja inni á spítala út vikuna. 

„Hertoginn af Edinborg var í dag færður af King Edward VII-spítalanum yfir á St Bartholomew-spítlann þar sem hann mun halda áfram í meðferð við sýkingu, sem og fara í rannsóknir á hjarta. Hertoganum líður vel og bregst vel við meðferðinni en gert er ráð fyrir að hann liggi inni út vikuna,“ segir í tilkynningunni. 

Filippus var færður á milli spítala í London í dag.
Filippus var færður á milli spítala í London í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler