Óttast að sagan endurtaki sig

Harry og eiginkona hans Meghan Markle.
Harry og eiginkona hans Meghan Markle. AFP

Harry Bretaprins, sem hefur gagnrýnt fjölmiðla og segir að þeir hafi átt hlut að máli þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést árið 1997, segist óttast að sagan endurtaki sig. Hann er í viðtali við Oprah Winfrey eftir viku en CBS-sjónvarpsstöðin birti í gær stutta kynningu á viðtalinu við prinsinn og eiginkonu hans, Meghan Markle.

Harry hefur löngum átt í erfiðu sambandi við breska æsifregnamiðla og hefur sakað þá um að bera ábyrgð að hluta á því þegar móðir hans lést í bílslysi í París þegar hún var að reyna að forða sér undan æsifregnaljósmyndurum sem eltu hana hvert fótmál.

Harry segir í viðtalinu við Winfrey að hann sé þakklátur og feginn að vera á þeim stað sem hann er í dag með eiginkonu sína sér við hlið. „Því ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir hana [Díönu] að ganga í gegnum þetta allt ein fyrir þessum árum síðan. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfum þó hvort annað,“ segir Harry í myndbrotinu sem hefur verið birt en viðtalið verður birt í heild 7. mars. 

Hjónin greindu frá því á Valentínusardaginn að þau ættu von á öðru barni en þau hafa farið í nokkur mál gegn breskum fjölmiðlum vegna brota þeirra á friðhelgi einkalífsins. Meðal annars höfðu þau betur í dómsmáli gegn Associated Newspapers.

Í síðustu viku sagði Harry að ástæðan fyrir því að hann yfirgaf bresku hirðina hafi verið sú að bresku fjölmiðlarnir voru að fara með andlega heilsu hans. „Við vitum öll hvernig breska pressan getur verið og það var að fara með geðheilsu mína,“ sagði Harry í viðtali við James Corden í The Late Late Show.

Harry sagði að ástandið hefði verið hræðilegt og hann hafi gert það sem allir eiginmenn og feður myndu gera – að forða fjölskyldunni í burtu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.