Tónleikum Andrea Bocelli frestað aftur

Andrea Bocelli kemur fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember …
Andrea Bocelli kemur fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. AFP

Tónleikarnir með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 10. apríl í Kórnum hafa verið færðir til laugadagsins 27. nóvember 2021 til þess að tryggja öryggi og heilsu tónleikagesta.

Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram hinn 3. október á síðasta ári en var frestað til 10. apríl og nú hefur þeim enn verið frestað. 

Allir miðar gilda sjálfkrafa áfram á tónleikana 27. nóvember og miðahafar þurfa ekkert að aðhafast. Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki þá eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu.

Sena biðst vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þessi breyt­ing kann að valda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.