Aðstoðarmaður Gaga tjáir sig um árásina

Ryan Fisher lenti á spítala eftir árás.
Ryan Fisher lenti á spítala eftir árás. Skjáskot/Instagram

Ryan Fischer, aðstoðarmaður tónlistarkonunnar Lady Gaga, er að jafna sig á spítala eftir að hann varð fyrir árás í síðustu viku. Fischer var úti að ganga með þrjá hunda Gaga þegar vopnaðir menn réðust á hann, skutu hann í bringuna og stálu tveimur hundum Gaga.

Fisher tjáði sig um árásina á Instagram. Þar lýsti hann því hvernig hann sá engil fyrir ofan sig á meðan bíll keyrði í burtu. Hann sagðist enn vera að jafna mig sig eftir að hafa verið nær dauða en lífi. Fischer hefur reynt að halda sig frá fjölmiðlum en vildi koma þakklæti sínu á framfæri. „Þakklætið sem ég finn fyrir frá öllum heiminum er ótrúlega mikið. Ég hef fundið fyrir heilandi stuðningi ykkar.“

„Og núna? Ég þarf að ná bata en ég hlakka til framtíðarinnar og stundarinnar sem ég verð fyrir sprengjuárás með kossum og tungum (og jafnvel spennupissi) frá Asíu, Koji og Gustav,“ skrifaði Fisher. 

Lady Gaga.
Lady Gaga. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.