Fyrrverandi sendi hamingjuóskir

Jacob Busch og Rebel Wilson.
Jacob Busch og Rebel Wilson. Skjáskot/Instagram

Jacob Busch, fyrrverandi kærasti leikkonunnar Rebel Wilson, sendi henni hamingjuóskir á afmælisdaginn hennar í gær. Busch birti mynd af þeim saman í story á Instagram og merkti hana í færslunni. 

Busch og Wilson voru saman í rúmlega ár en Wilson hætti með honum skömmu eftir áramótin í smáskilaboðum. 

Wilson, sem varð 41 árs í gær, hefur lítið tjáð sig um sambandsslitin en fregnir hafa borist af því að Busch hafi verið algjörlega miður sín þegar hún sagði honum upp. 

Hin nýlega einhleypa leikkona hélt upp á afmælisdaginn sinn umvafin vinkonum sínum á hóteli. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.