Nýtti höfnunina frá LHÍ sem drifkraft

Vilhelm Neto, leikari og uppistandari, fékk í tvígang neitun um inngöngu í Listaháskóla Íslands. Hann segir að höfnunin hafi verið erfið en hann hafi nýtt mótlætið til góðs. Eftir aðra neitunina ákvað hann að sækja sér menntun í leiklist við CISPA-háskólann í Kaupmannahöfn.

Í nýjasta þætti Dagmála ræðir Vilhelm um uppvöxtinn í Portúgal og á Íslandi, uppistandssenuna og leiklistarsenuna, húmorinn og listamannslífið.

„Mér finnst þetta vera mjög erfið listgrein. Maður þarf mjög mikið að vera á tánum og tilbúinn einhvern veginn,“ segir Vilhelm sem var til að byrja með smeykur við uppistandið.

Dagmál eru nýir viðtalsþættir Morgunblaðsins sem birtast í vefsjónvarpi fyrir áskrifendur sem geta fundið viðtalið við Vilhelm Neto hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.