Segir sambandið við Cooper einkamál

Irina Shayk og Bradley Cooper í byrjun árs 2019.
Irina Shayk og Bradley Cooper í byrjun árs 2019. AFP

Ofurfyrirsætan Irina Shayk hugsar ekki um það sem er skrifað um hana á slúðurmiðlum. Samband Shayk og Hollywood-stjörnunnar Bradley Cooper var mikið í fjölmiðlum þegar þau slitu sambandi sínu árið 2019.

„Sambandið er eitthvað sem tilheyrir mér og það er mitt einkamál,“ sagði Shayk í nýju viðtal við Elle. „Það er hluti af mér sem ég vil ekki veita aðgang að.“

„Ég les ekki það sem er þarna úti. Ég er of upptekin við að ala upp barn. Ef fólk vill skrifa greinar [um mig] er það að vinna vinnuna sína. Ég einbeiti mér að mínu lífi og vinum. Allt annað er bara hávaði.“

Shayk og Cooper eiga saman dótturina Leu De Seine sem verður fjögurra ára seinna í mars. Foreldrarnir sem eiga í góðu sambandi hættu saman eftir þrálátan orðróm um að eitthvað væri á milli Cooper og mótleikkonu hans í A Star Is Born, Lady Gaga. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.