Eurovisionlag Kýpur vekur reiði

Elena Tsagrinou flytur lagið El Diablo fyrir hönd Kýpurs.
Elena Tsagrinou flytur lagið El Diablo fyrir hönd Kýpurs. Skjáskot/YouTube

Rétttrúnaðarkirkja Kýpur mótmælir framlagi Kýpur í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Lagið ber titilinn El Diablo eða Djöfullinn á íslensku og segir kirkjan það vera djöfladýrkun og ekki endurspegla kristin gildi þjóðarinnar. Hin gríska Elena Tsagrinou flytur lagið.

Í opinberri tilkynningu frá kirkjunni kallaði æðsti stjórnandi hennar eftir því að lagið yrði dregið úr keppni og í staðinn sent lag sem endurspeglaði sögu, menningu og hefðir Kýpur. 

Í laginu segir meðal annars: „Ég gaf djöflinum hjarta mitt því hann segir mér að ég sé engillinn hans.“ Þessi setning hefur skekið ekki bara Kýpverja heldur fleiri þjóðir við Miðjarðarhafið. 

Undirskriftalisti hefur verið stofnaður af grískum guðfræðingum þar sem þess er krafist að lagið verði dregið til baka.

The Guardian

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.