Íslensk verkefni fengu 354 milljónir

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Hari

Íslensk verkefni listamanna og fagfólks í skapandi menningargreinum fengu alls 354 milljónir króna í styrk frá Skapandi Evrópu (e. Creative Europe) í ár. Markmið Skapandi Evrópu er að efla listsköpun og koma að samstarfi milli listastofnana og listamanna í Evrópu. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands.

Á meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru þrjár sjónvarpsþáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og Systrabönd, og fjórar kvikmyndir, Afturelding, Vera and the Third Stone, Northern Comfort og Varado - Curse of the Gold. 

Þá fengu tólf íslenskar menningarstofnanir og félög styrki frá Skapandi Evrópu, alls um 170 milljónir króna og þrjú samstarfsverkefni með íslenskum þátttakendum hlutu alls 45 milljónir króna í styrk. 

Á árunum 2014-2020 hafa íslenskir umsækjendur fengið rúmlega 1,3 milljarðar króna. 

„Íslensk kvikmyndagerð á góðu gengi að fagna og fyrr í vetur kynntum við fyrstu heildstæðu íslensku kvikmyndastefnuna, en þar er bæði horft til kvikmyndagerðar sem listforms og mikilvægrar atvinnugreinar. Nú vinnum við ötullega að ýmsum aðgerðum stefnunnar, þar á meðal að því að koma á háskólanámi í kvikmyndagerð og nýjum fjárfestingarsjóði fyrir sjónvarpsefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler