Vinir Meghan koma henni til varnar

Meghan, hertogaynja af Sussex.
Meghan, hertogaynja af Sussex. AFP

Öll spjót beinast nú að Meghan hertogaynju en viðtal við hana og Harry Bretaprins fer í loftið í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Vinir hertogaynjunnar keppast við að tala fallega um Meghan á meðan hún hefur verið sökuð um að leggja starfsfólk í einelti. 

Lindsay Roth vinkona Meghan úr háskóla fór fallegum orðum um vinkonu sína á Instagram. Hún sagði góðmennsku vera einkennisorð Meghan en hún hefur þekkt hertogaynjuna í 22 ár og fylgst með henni. Hún segir Meghan gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að hjálpa fólki. „Hún er fyndin. Svo fyndin að maður skellir upp úr. Og klár. Hún er meira en bara forsíðufrétt,“ skrifar Roth. Hún segir vinkonu sína hafa verið þessi manneskja þegar hún var í háskóla, þegar hún var að reyna fyrir sér sem leikkona, þegar hún lék í Suits, þegar hún hitti Harry fyrst og eftir að hún gekk í konungsfjölskylduna. 

Leikkonan Janina Gavankar tísti um Meghan og segist hafa þekkt hana í 17 ár. Hún segir Meghan vera góða, sterka og opna en ekki konu sem leggi fólk í einelti.

Einn af handritshöfundum Suits, Jon Cowan, tjáði sig um Meghan á Twitter. Hann velti fyrir sér þeim möguleika að Meghan hafi verið góð manneskja í erfiðum heimi. „Ég sá hlýja, góða, umhyggjusama manneskju þegar ég vann með henni í þrjú ár áður en hún varð hertogaynja. Ég veit ekkert um núverandi stöðu hennar en hún fær að njóta vafans í mínum bókum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant