Svanhildur Jakobs segir ekki nei

Segja má að Svanhildur Jakobsdóttir hafi komið, sungið og sigrað í Hlöðunni síðasta laugardag. Hún hefur lítið sungið opinberlega síðustu misseri en á síðustu öld var hún ein vinsælasta söngkona landsins í áratugi. Barna- og jólaplötur hennar eru einhverjar þær vinsælustu sem framleiddar hafa verið á Íslandi og þá eiga framlög hennar og Sextetts Ólafs Gauks sér stóran sess í hjörtum þjóðarinnar. Svanhildur sem er komin á níræðisaldur var eins og táningur í Hlöðunni og gefur ekkert eftir en hún söng nokkur af þeim lögum sem hún var hvað þekktust fyrir eins og „Segðu ekki nei“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.