Danska í Eurovision

Fyr & Flamme, danska tvíeykið sem ætlar að syngja lag …
Fyr & Flamme, danska tvíeykið sem ætlar að syngja lag sitt á frummálinu í Rotterdam í maí. Ljósmynd/Eurovision

Danir hafa valið framlag sitt í Eurovision í vor. Úrslitakvöld dönsku undankeppninnar, Melodi Grand Prix, fór fram í gærkvöldi og stóð tvíeykið Fyr & Flamme uppi sem sigurvegari. Lag þeirra, Øve os på hinanden, hlaut flest atkvæði eða 37%.

Tvíeykið hefur gefið út að það muni syngja á dönsku í keppninni í Rotterdam í maí. Verður það því í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi sem danska fær að hljóma á Eurovision-sviðinu en Danir hafa kosið að syngja á ensku allt frá árinu 1999 þegar reglur um að lög yrðu að vera á þjóðtungu viðkomandi ríkis voru afnumdar.

„Þetta lag er samið eftir skandinavískum hefðum. Ég get alls ekki ímyndað mér hvernig við ættum að þýða það. Þess vegna höldum við fast í það danska,“ sagði Jesper Groth, annar liðsmanna tvíeykisins, þegar sigurinn var ljós og félagi hans, Laurits Emanuel tók undir.

„Evrópa verður að taka því eins og það er. Og vonandi er það góð landkynning fyrir Danmörku.“

Danirnir stíga á svið á seinna undanúrslitakvöldinu, fimmtudaginn 20. maí, rétt eins og Daði og gagnamagnið sem keppa fyrir Íslands hönd. Lag Daða verður frumflutt á RÚV á laugardaginn kemur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.