Segir Firth hafa notað tunguna

Colin Firth.
Colin Firth. AFP

Leikarinn Rupert Everett segir að leikarinn Colin Firth hafi notað tunguna þegar þeir kysstust í tökum fyrir kvikmyndina St. Trinians árið 2007. 

Í kvikmyndinni fór Everett með hlutverk konunar Camillu Fritton sem gerði hosur sínar grænar fyrir persónu Flitch, Geoffrey Thwaites. „Það skrítna var, ég hafði ekki hugmynd um að Colin ætlaði sér að nota tunguna,“ sagði Everett í viðtali við Piers Morgan í Life Stories. 

Everett, sem er samkynhneigður, viðurkennir að fyrst þegar hann hitti Firth árið 1984 við tökur á kvikmyndinni Another Country hafi hann verið smávegis skotinn í honum. 

„Sko, ég var smá skotinn í honum. Síðan varð ég heltekinn af honum og við héngum alltaf saman. Síðan fattaði ég að við vorum tvær ólíkar týpur,“ sagði Everett. Hann segir að eftir það hafi hann ákveðið að Firth væri leiðinlegur og reyndi að fá fólk til að segja að hegðun hans væri slæm. 

Þeir töluðu illa hvor um annan í nokkurn tíma áður en þeir urðu aftur vinir við tökur á kvikmyndinni The Importance of Being Earnest árið 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson