Drottningin og hertoginn viðruðu ekki áhyggjur

Elísabet og Filippus árið 2018.
Elísabet og Filippus árið 2018. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey segir að Harry Bretaprins hafi sagt henni að hvorki Elísabet Englandsdrottning né Filippus, hertogi af Edinborg, hafi greint frá áhyggjum af hörundslit sonar hans.

Í samtali við CBS News sagði Winfrey að prinsinn hafi ekki sagt henni hverjir hefðu verið með þessar áhyggjur.  

„Hann sagði mér ekki hver þetta var en vildi að ég vissi, ef ég fengi tækifæri til að segja frá því, að það voru ekki amma hans og afi sem voru hluti af þessum samtölum,“ sagði Winfrey, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.