Flo Rida stelur senunni í Eurovision 2021

Rapparinn Flo Rida.
Rapparinn Flo Rida. AFP

Smáríkið San Marínó ætlar sér langt í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í Rotterdam í maí. Bandaríski rapparinn Flo Rida rappar í laginu Adrenalina sem ítalska tónlistarkonan Senhit flytur fyrir hönd San Marínó. 

Óljóst er hvaða hlutverk Flo Rida mun spila í Rotterdam. Rapparinn heimsfrægi tók þátt í gerð lagsins, rappar í laginu og kemur fram í myndbandinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort hann mun mæta til Rotterdam. Rappkaflinn verður hluti af laginu. 

San Marínó hefur ekki riðið feitum hesti hingað til frá söngvakeppninni. Ef markmiðið var að vekja athygli á laginu tókst það. Áður en lagið kom út á dögunum var San Marinó í 36. sæti en rauk upp á topp tíu eftir að í ljós kom að rapparinn væri hluti af laginu. Eins og stendur eru Daði og Gagnamagnið í fyrsta sæti en lagið hefur enn ekki verið gefið út. 






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson