Stendur við ummælin um Meghan

Piers Morgan stendur við orð sín.
Piers Morgan stendur við orð sín. AFP

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan stendur við ummælin sem hann lét falla um Meghan hertogaynju af Sussex í morgunþættinum Good Morning Britain á mánudag. Morgan gagnrýndi Meghan harðlega og sagðist ekki trúa orði af því sem hún sagði í viðtalinu fræga við Opruh Winfrey. Hann stormaði svo út úr þættinum í beinni útsendingu þegar þáttastjórnandinn Alex Beresford gagnrýndi hann fyrir að tala illa um hana. 

Tilkynnt var í gær að Morgan hefði sagt upp störfum í fréttaþættinum en Morgan stendur enn við orð sín. Alls bárust yfir 41 þúsund kvartanir vegna orða Morgans. 

„Á mánudag sagðist ég ekki trúa orði af því sem Meghan Markle sagði í Opruh viðtalinu sínu. Ég hef haft tíma til að hugsa um þessa skoðun mína, og ég trúi henni ekki enn þá,“ skrifaði Morgan í færslu á Twitter. „Tjáningarfrelsi er hæð sem ég er tilbúinn til að deyja á,“ bætti Morgan við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant