Hefur ekki áhyggjur af veðbönkum

Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES.
Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, segir allt á suðupunkti í Eurovision-heimum þessa dagana. Mörg lönd eru að skila inn lögum og þó svo að það sé vissulega leiðinlegt að lag Daða Freys Péturssonar hafi lekið á netið gefur óskýr útgáfan góð fyrirheit. 

„Ég gat ekki annað,“ sagði Flosi þegar hann var spurður hvort að hann hafi hlustað á útgáfuna sem lak á netið. „Þetta verður svaka flott á laugardaginn. Ég get ekki beðið eftir að sjá myndbandið. Sjá hvað Daði og Gagnamagnið ætla að fara með út.“

Flosi segir lag Daða segja bara hálfa söguna og hefur ekki áhyggjur af því að lagið hafi fallið niður nokkur sæti í veðbönkum eftir að það lak á netið. Einkenni Daða er hugmyndin í kringum Gagnamagnið. Framkoman, búningarnir og allt sem fylgir Daða og félögum er það sem fleytir Daða lengra og er ástæða vinsælda hans. 

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskt lag lekur. Það hefur komið fyrir að lögin í forkeppninni hérna heima hafa lekið. Ég held að það segi að fólk er spennt að heyra íslenska framlagið. Þetta er ekki einstakt í Eurovision-heiminum. Þetta kemur ekki bara fyrir á Íslandi. Það eru fleiri lönd að lenda í þessu. Það eru greinilega einhverjir sem stunda það að leka eða stela þessu, hvernig sem fólk vill orða það,“ segir Flosi. Hann bendir á að lagi Austurríkis hafi einnig verið lekið í ár. Mikil spenna var í kringum keppandann rétt eins og Daða. 

Daði Freyr keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Daði Freyr keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru nokkuð mörg kröftug lög í ár. Ég segi bara samkeppni er af hinu góða. Það má ekki gleyma sjarmanum og einlægninni sem Daði og Gagnamagnið geta ekki sýnt fyrr en þau mæta á æfingar og mæta í viðtöl. Þá held ég að þau fari að rísa upp aftur,“ segir Flosi. 

Flosi og félagar í FÁSES ætla að gera sér glaðan dag á laugardaginn svo lengi sem sóttvarnareglur breytast ekki. Auk þess sem aðdáendur ætla að horfa á frumflutninginn á laginu ætlar hópurinn að horfa á úrslitin í Melodifestivalen. Sænska undankeppnin er ein sú allra vinsælasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson