Lag Hvít-Rússa of pólitískt fyrir Eurovision

Lag Hvíta-Rússland þykir of pólitískt í sinni upprunalegu mynd.
Lag Hvíta-Rússland þykir of pólitískt í sinni upprunalegu mynd. Ljósmynd/Thomas Hanses

Hvít-Rússar þurfa að gera endurbætur á laginu sem þeir sendu inn í Eurovision-söngvakeppnina í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva þykir lagið ógna ópólitískum grundvelli keppninnar og má lagið ekki standa óbreytt í keppninni. 

Lagið ber titilinn Ya Nauchu Tebya eða Ég skal kenna þér og er flutt af Galasy ZMesta. 

Í tilkynningunni kemur fram að EBU telji að standi lagið óbreytt geti það haft slæm áhrif á orðspor keppninnar. Búið sé að láta ríkissjónvarpið BTRC í Hvíta-Rússlandi vita af því að lagið megi ekki vera í keppninni og óskað eftir því að lagið verði lagfært eða annað lag sem fellur að reglum keppninnar verði sent í keppnina. 

Reglur Eurovision kveða á um að textar, ræður eða merki í atriðum keppenda megi ekki vera pólitísk eða auglýsing.

Ef Hvít-Rússar gera ekki endurbætur á laginu eða senda inn nýtt mega þeir ekki taka þátt í keppninni í Rotterdam í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson