Segir lekann þjófnað

Lag Daða og gagnamagnsins lak á netið.
Lag Daða og gagnamagnsins lak á netið. mbl.is/Eggert

Lagi Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í gær, miðvikudag. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist líta atvikið alvarlegum augum í frétt á vef RÚV. Mikil eftirvænting hefur skapast í kringum lag Daða sem kann að skýra lekann. 

Skarphéðinn segir að laginu hafi verið skilað inn á þriðjudaginn og innan við sólarhring síðar var lagið komið á netið. 

„Þetta er klár þjófnaður, þetta er í sjálfu sér ekki leki. Þetta hefur gerst áður, oftar en einu sinni. Þetta segir til um hversu mikil eftirvæntingin er, þegar kemur að því að fólk vilji heyra þessi lög. Það er eitthvað sem við getum litið jákvæðum augum, það er mikil eftirvænting eftir því að heyra framlag Daða og Gagnamagnsins í ár,“ segir Skarphéðinn. 

Hann segir ómögulegt að vita hvernig lekinn atvikaðist. „Eins og ég segi, þetta eru einhverjir óprúttnir aðilar sem stunda þetta. Það eru veðbankar í kringum þetta og þetta hefur örugglega eitthvað með það að gera líka. En eins og ég segi, þá er ómögulegt að rekja það og það eina sem við getum gert er að halda okkar striki og við berum okkur vel og Daði er rólegur, við erum róleg og höldum okkar striki.“

Skarphéðinn segist líta lekann alvarlegum augun. „Við erum í sambandi við forsvarsmenn keppninnar og höfum gert þeim grein fyrir því að þetta hefur lekið og að við lítum það alvarlegum augum,“ segir Skarphéðinn og segir lítið hægt að gera. Áfram sé stefnt að því að frumflytja lagið í sjónvarpinu á laugardaginn í allri sinni dýrð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant