Lét fjarlægja brjóst sín

Elliot Page.
Elliot Page. AFP

Leikarinn Elliot Page er búinn að fara í brjóstnám. Þessu greinir hann frá í stóru viðali við Time en þetta er hans fyrsta viðtal síðan hann kom út sem transmaður. Page kom út sem transmaður þann 1. desember á síðasta ári.

Page segir frá því í viðtali að þegar hann var barn hafi hann alltaf upplifað sig sem strákur og beðið móður sína lengi um að fá að klippa hár sitt stutt. Þegar hann var 9 ára rættist draumurinn en hann lifði ekki lengi.

Nokkrum mánuðum seinna fékk hann sitt fyrsta hlutverk þar sem hann lék dóttur námumanns í sjónvarpsmyndinni Pit Pony. Hann var með hárkollu í myndinni og þegar myndin var gerð að þáttum lét hann hár sitt vaxa aftur. 

„Ég varð atvinnuleikari þegar ég var 10 ára gamall. Auðvitað þurfti ég að líta ákveðið út,“ sagði Page. 

Page sló í gegn sem óléttur unglingur í kvikmyndinni Juno, í kvikmyndinni Inception og seinna í þáttunum The Umbrella Academy. Hann segist hafa búist við miklum stuðningi og miklu hatri í kjölfar þess að hann kæmi út úr skápnum. 

„Það er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Page.

View this post on Instagram

A post shared by @elliotpage

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.