Harry og Meghan voru ekki búin að giftast

Harry og Meghan veittu Oprah Winfrey viðtal, sem vakið hefur …
Harry og Meghan veittu Oprah Winfrey viðtal, sem vakið hefur fordæmalausa athygli um allan heim. AFP

Hjónavígsluvottorð Harrys og Meghan sýnir að þau hafi ekki gift sig þremur dögum fyrir brúðkaupið líkt og þau héldu fram í viðtali við Opruh Winfrey. Breski fjölmiðillinn The Sun hefur nálgast vottorðið sem staðfestir það að þau giftu sig lögformlega á brúðkaupsdeginum 19. maí 2018. 

Meghan misskilur aðstæður

Stephen Borton, fyrrverandi skrifstofustjóri hjá erkibiskupnum af Canterbury, segir Meghan hafa misskilið aðstæður. „Þau giftu sig ekki þremur dögum fyrir athöfnina frammi fyrir erkibiskupnum. Leyfið sem ég gaf út gerði þeim kleift að giftast í kapellunni í Windsor og það sem þar átti sér stað var hið lögformlega brúðkaup sem kirkjan og lögin viðurkenna.

Ég geri ráð fyrir að þau hafi einungis skipst á heitum sem þau hafa ef til vill skrifað sjálf, það er í tísku, og farið með þau fyrir framan erkibiskupinn. Eða þá að þetta hafi verið einföld æfing, sem ég tel afar líklegt.“

Sögðust hafa gifst í bakgarðinum

Hún sagði að Harry hefði hringt í erkibiskupinn og beðið hann að gifta þau í kyrrþey á heimili þeirra Nottingham Cottage við Kensington-höll. Harry tók undir þetta með orðunum: „Bara við þrjú.“

Engin vitni  ekkert brúðkaup

Borton segir að þetta geti ekki staðist. „Þau hefðu ekki getað gift sig þarna þar sem þetta svæði hefur ekki tilskilin leyfi til giftingar auk þess sem ekki voru nógu margir vottar. Það er ekki hægt að giftast án votta. Það er ekki gild athöfn.

Ég held að hún hafi misskilið aðstæður. Það sem hún hefur hengt upp á vegg er ekki opinbert hjónavígsluvottorð.

Brúðkaupið átti sér stað í St George-kapellunni undir þeim skilyrðum sem lög gera ráð fyrir. Fyrir þau til að geta gifst þarf sérstakt vottorð þar sem kemur fram að það sé gert með leyfi drottningar á tilteknum stað.“

Erkibiskup hefði brotið lög

Ef eitthvert sannleikskorn hefði verið í orðum Meghan og Harrys hefði erkibiskupinn ekki aðeins brotið lög heldur einnig tekið þátt í því að halda „gervi“brúðkaup fyrir augum drottningar sem er höfuð ensku kirkjunnar. Erkibiskupinn sjálfur hefur ekki tjáð sig um málið.

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.