Þjóðverjar halda ekki vatni yfir Rúrik

Þjóðverjar halda ekki vatni yfir Rúrik Gíslasyni um þessar mundir.
Þjóðverjar halda ekki vatni yfir Rúrik Gíslasyni um þessar mundir.

Þýska þjóðin virðist vera dolfallin yfir fyrrverandi fótboltakappanum Rúrik Gíslasyni sem nú gerir gott mót í þýska raunveruleikaþættinum Let's Dance. Rúrik hefur slegið í gegn í keppninni undanfarnar vikur og það sést vel í athugasemdakerfinu á Instagram. 

„Hinn nýi Brad Pitt,“ skrifaði einn undir nýjustu myndina af Rúrik á Instagram. „Það er gaman að horfa á fallegt fólk. Og þegar það getur dansað,“ skrifaði annar. Þá eru nokkrar athugasemdir um að þarna sé á ferðinni kynþokkafyllsti maður. 

Aðrir létu nægja að tjá ást sína á Rúrik með lyndistáknum og eru hjörtu, slefandi karlar og eldur mest áberandi. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem heil erlend þjóð virðist vera dolfallin yfir Rúrik en hann sló eftirminnilega í gegn hjá brasilísku þjóðinni eftir HM í Rússlandi árið 2018. Þá hrúguðust inn athugasemdirnar á portúgölsku og fylgjendafjöldinn á Instagram fór yfir 1 milljón. Að lokum fann Rúrik svo ástina í örmum brasilísku fyrirsætunnar Nathalie Soliani.

Soliani virðist líka vera ánægð með frammistöðu síns manns í Let's Dance en hún skrifaði orðin „I'm too sexy for my shirt, too sexy for my shirt,“ undir nýjustu mynd Rúrik. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant