Birta fyrstu myndirnar úr Kötlu

Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir/Netflix

Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu. Um er að ræða fyrstu íslensku þáttaröðina sem framleidd er fyrir streymisveituna en þættirnir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks. 

Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu en þættirnir verða teknir til sýningar fljótlega.

Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir/Netflix

Með hlutverk fara Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.

Um er að ræða fyrstu íslensku þáttaröðina sem framleidd er …
Um er að ræða fyrstu íslensku þáttaröðina sem framleidd er fyrir Netflix. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir/Netflix
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.